2. Mars 2025

Eftir ljómandi skemtilega kvöld í gærkvöldi 1. febrúar, var dagurinn tekinn sæmilega snemma. Morgunmatur með heimatilbúnu brauði og allskonar áleggi. Svo var haldið í nýja jeppanum hans Ragnars í Austurátt.

Þegar komið var framhjá Seljalandsfossi og ekið veg sem liggur austan við Rangá komum við að gili sem heitir Nauthúsagil. Þar er talið að elsta tré Íslands sé. Tréið er á bökkum gilsins. Mikið vatn var í ánni þannig að við. komumst ekki inn að fossum sem eru innst í gilinu. Ég gekk dágóðan spöl upp í fjallið en þegar allverulegt él kom og talsverður vindur tók í mig. Þá gekk ég niður og ljósmyndaði smá lækjarspræna og fjallið Stóra Dímon